Fréttir

Á ég að kjósa?

Ég er alveg glæný í pólitíkinni. Ég hef ekkert alltaf haft þannig brennandi áhuga á pólitík en hef að sjálfsögðu fylgst með því sem er að gerast, kynnt mér í grófum dráttum stefnu flokkanna fyrir kosningar og látið mig varða þau mál sem snúa að mér.

Hér er mín saga - Anna Hildur

Mín saga, er sú að ég eyddi nokkrum árum í það að reyna að komast í burtu frá Akureyri. Það tókst og ég fór í burtu í næstum áratug, en svo bauðst mér staða í mínum heimabæ árið 2008 og ég tók henni. Ég sé ekki eftir því og núna vil ég hvergi annars staðar vera.

Þetta er mín saga – Hildur Betty

Það er 27. desember árið 2004. Í baksýnisspeglinum er heimabærinn okkar Hafnarfjörður, sem við kveðjum næstu þrjú árin, á leið okkar á vit nýrra ævintýra. Eiginmaðurinn á leið í að ljúka námi við Háskólann á Akureyri, ég að fara að kenna í grunnskóla á Akureyri og dætur okkar tvær að byrja í nýjum grunnskóla.

Styttum vinnudag barnanna

Flestir eru líklega sammála um að börn hafi gott af því að vera á leikskóla einhvern hluta dags. Þar leika þau við jafnaldra sína í öruggu umhverfi og fá kennslu og þjálfun frá fagfólki á því sviði. Hins vegar er allt best í hófi og við fullorðna fólkið finnum það eflaust mörg sjálf að stundum getur það verið erfitt að vera of lengi innan um margt fólk. Ég vil til dæmis benda á athyglisverð skrif dönsku fræðimannanna Heckmann og Gjerding um þetta efni.

Skólabærinn Akureyri

Á Akureyri höfum við allt til alls þegar kemur að því að mennta einstaklinginn frá vöggu til grafar. Við erum með leik-, grunn-, tónlistar-, framhalds- og háskóla ásamt símenntunarmiðstöð, að ógleymdum ótrúlega fjölbreyttum tækifærum til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Við í L – listanum teljum afar mikilvægt að hlúa vel að þessum málaflokki og því skipa skólamál veigamikinn sess í stefnuskrá okkar fyrir komandi kosningar.